Bubbi á YouTube.com
6. janúar 1980 var efnt til fundar í Félagstofnun Stúdenta við Hringbraut um aðbúnað fiskverkafólks og farandvekamann í fiskiðnaði. Meðal ræðumanna var Tolli bróðir Bubba og þar söng Bubbi einnig nokkur lög. Meðal annara Stál og hníf. Silja Aðalsteinsdóttir kom að þessum fundi einnig m.a. aðstoðaði hún pólsk-enska farandverkakonu við framsögu á fundinum. En Silja var þá að fara að vinna efni í þátt er fjallaði um þetta málefni. (sjá 23. janúar) Á þessari mynd má sjá Silju Aðalsteinsdóttur á umræddum fundi ásamt erlendu farandverkakonunni sem minnst var á.
12. febrúar 1981 var blásið til Stjörnumessu á Hótel Sögu. Utangarðsmenn hlutu verðlaun fyrir vinsælustu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin. Auk þess var Bubbi valinn vinsælasti söngvarinn og vinsælasti textahöfundurinn. Sveitin sjálf tók þó ekki við verðlaununum þar sem hún var með tónleika á Hótel Borg á sama tíma. Utangarðsmenn sögðust reyndar síðar gefa lítið fyrir slíkar uppákomur skallapopparanna og markaðshyggjumanna.
1. nóvember 1976 kom Bubbi fram í fyrsta skipti einn með gítarinn. Það var á tónleikum Jazzvakningar í veitingahúsinu Glæsibæ, fyrir tilstuðlan Jónatans Garðarssonar. Frá þessu er greint í inngangi plötunnar Ég er (1991). Líklega hefur þetta verið 1. nóvember frekar en seinnihluta desember þegar Jazzvakning hélt sitt annað vakningarkvöld í Glæsibæ. Jónatan hafði þá nýverið sest í stjórn félagsins eftir aðalfund þar sem ný stjórn var kosin. Nafn Bubba kom þó ekki fram í auglýsingum fyrir tónleikana, enda óþekkt nafn með öllu á þessum tíma.
16. febrúar 2001 Skemmti Bubbi gestum á Pizza 67 í Hafnarfirði.
4. janúar 1990 Blússveitin Blámakvartettinn með tónleika í Kjallara Keisarans við Laugarveg. Gestur kvöldsins var Bubbi Morthens. Blámakvartettinn skipuð þeim: HaraldurÞorsteinsson: Bassi, Björgvin Gíslason: Gítar, Ásgeir Óskarsson: Trommur og Pétur Hjaltisted: Hljómborð.
| ||||||||||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||||||||||
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 Næsta > Endir >> | ||||||||||||||||||||||||||||||
Úrslit 1 - 10 af 65 |
Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?