1. nóvember 1976 kom Bubbi fram í fyrsta skipti einn með gítarinn. Það var á tónleikum Jazzvakningar í veitingahúsinu Glæsibæ, fyrir tilstuðlan Jónatans Garðarssonar. Frá þessu er greint í inngangi plötunnar Ég er (1991). Líklega hefur þetta verið 1. nóvember frekar en seinnihluta desember þegar Jazzvakning hélt sitt annað vakningarkvöld í Glæsibæ. Jónatan hafði þá nýverið sest í stjórn félagsins eftir aðalfund þar sem ný stjórn var kosin. Nafn Bubba kom þó ekki fram í auglýsingum fyrir tónleikana, enda óþekkt nafn með öllu á þessum tíma.
|
|
Þetta ár fer Bubbi að sinna tónlistinni frekar og kemur fram með Vísnavinum sem og á ýmsum pólitískum fundum, ýmist einn eða með fleirum. Bubbi, Tolli bróðir hans, Valdís Óskarsdóttir, Birgir Svan og Baldur Garðarsson komu oft fram saman á þessum fundum þar sem flutt voru ljóð, lesnar smásögur flutt tónlist. Þessi hópur kom fram á stöðum eins og Menntaskólanum að Laugarvatni, Kennaraskólanum og á þorrablóti á Flúðum. Myndin er frá einni slíkri samkomu um þetta leyti.
|
Lesa meira...
|
|
Vorið 1979 hóf Bubbi störf í Kassagerð Reykjavíkur og kynntist þeim bræðrum Danny og Mike Pollock, sem síðar stofnuðu með honum hljómsveitina Utangarðsmenn.
|
Lesa meira...
|
|
6. janúar 1980 var efnt til fundar í Félagstofnun Stúdenta við Hringbraut um aðbúnað fiskverkafólks og farandvekamann í fiskiðnaði. Meðal ræðumanna var Tolli bróðir Bubba og þar söng Bubbi einnig nokkur lög. Meðal annara Stál og hníf. Silja Aðalsteinsdóttir kom að þessum fundi einnig m.a. aðstoðaði hún pólsk-enska farandverkakonu við framsögu á fundinum. En Silja var þá að fara að vinna efni í þátt er fjallaði um þetta málefni. (sjá 23. janúar) Á þessari mynd má sjá Silju Aðalsteinsdóttur á umræddum fundi ásamt erlendu farandverkakonunni sem minnst var á.
|
Lesa meira...
|
|
12. febrúar 1981 var blásið til Stjörnumessu á Hótel Sögu. Utangarðsmenn hlutu verðlaun fyrir vinsælustu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin. Auk þess var Bubbi valinn vinsælasti söngvarinn og vinsælasti textahöfundurinn. Sveitin sjálf tók þó ekki við verðlaununum þar sem hún var með tónleika á Hótel Borg á sama tíma. Utangarðsmenn sögðust reyndar síðar gefa lítið fyrir slíkar uppákomur skallapopparanna og markaðshyggjumanna.
|
Lesa meira...
|
|
30. janúar 1982 fékk Bubbi Magnús Stefánsson, fyrrum meðlim Utangarðsmanna og síðar Bodies, til að setjast við trommusett Egosins í stað Jóa ,,Motorhead“. En pressan skrifaði að til hafi staðið að Maggi færi að spila með Brimkló. Maggi hvorki neitaði né staðfesti þær sögusagnir.
|
Lesa meira...
|
|
29. janúar 1983 Gullströndin andar var heiti á listahátíð sem stóð frá 29. janúar til 12. febrúar. Aðalhúsakynni hátíðarinnar voru við hlið JL-Hússins við Hringbraut. Um 200 listamenn úr svo til öllum listgreinum komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt. Þ.á m. Bubbi Morthens sem m.a. kom fram á Hringbraut 119 þann 4. febrúar og flutti blústónlist. Sama kvöld kom Mike Pollock fram og las ljóð.
|
Lesa meira...
|
|
5. janúar 1984 héldu mannabreytingar Egósins áfram. Bubbi, Beggi og Rúnar voru ornir einir eftir. Aðrir meðlimir horfnir á braut. Ásgeir Óskarsson var þá fenginn inn sem session-trommari.
|
Lesa meira...
|
|
2. janúar 1985 hóf Bubbi upptökur fyrir væntanlega sólóplötu sem síðar fékk heitið Kona. Með honum í hljóðverinu var Tryggvi Herbertsson í hlutverki upptökustjóra og þá var Þorleifur Guðjónsson tíður gestur í hljóðverinu með bassann.
|
Lesa meira...
|
|
1. janúar 1986 var efnt til Listahátíðar Hótel Borgar og nýárskvöldi fagnað með skemmtun þar sem leikin var klassísk tónlist, skáld lásu úr verkum sínum og Haukur Morthens sá um sönginn. Veislustjórar voru þeir félagar Bubbi og Megas.
|
Lesa meira...
|
|
Janúar 1987 bárust fréttir að væntanlegt væri lag Valgeirs Guðjónssonar í flutningi Bubba Morthens. Lagið samdi Valgeir að beiðni landlæknisembættisins til efla notkunn smokksins sem vörn gegn eyðni. En laginu var ætlað að verða hluti átaks í þessum efnum. Lagið fékk nokkra spilun eftir að það var sent útvarpsstöðvum til kynningar og náði 1. sæti vinsæladarlista útvarpsstöðva þrátt fyrir að hafa ekki komið út á plötu fyrr en 5 apríl þetta ár. Lagið er Vopn og verjur og skráðir flytjendur eru Varnaglarnir. (Sjá nánar 5. apríl 1987)
|
Lesa meira...
|
|
|
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 Næsta > Endir >>
|
Úrslit 1 - 11 af 36 |