| 
Innskrßning
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Pl÷tur

Undarlegt me­ unga menn - R˙nar Gunnarsson
Undarlegt me­ unga menn - R˙nar Gunnarsson

Pott■Útt rokk 2
Pott■Útt rokk 2

Klassiker - imperiet
Klassiker - imperiet

═slandsl÷g 5 - ═ kirkjum landsins
═slandsl÷g 5 - ═ kirkjum landsins

100 ═slenskir sumarsmellir
100 ═slenskir sumarsmellir


ForsÝ­a arrow Hljˇmsveitir
Hljˇmsveitir
Hljómsveitarsaga Bubba er orðin löng og fjölbreytt og tónlistarstefnur sveitanna margar. Allt frá Gúanóbandinu 1979 þar til Stríð og friður hóf að starfa með Bubba í upphafi nýrar aldar. Hér verður stikklað á stóru í hljómsveitarsögu Bubba Morthens, sögur sveita raktar í stuttu máli og litlum myndum. Hér er fyrst og fremst um heimildirvinnu að ræða sem unnin er í þeirri von að einhverjir hefðu gagn og gaman af. Þeir sem eiga í fórum sínum einstakar sögur af sveitum, eða uppákomum tengdar þeim er velkomið að senda okkur línu, Þá væru myndir sömuleiðis kærkomnar.

Hin og ■essi b÷nd PDF Prenta T÷lvupˇstur
Hér ætlum við að stykkla á stóru um hinar ýmsu sveitir sem Bubbi hefur starfað með, eða þær með honum, um lengri eða skemmri tíma. Þetta er þó ekki tæmanlegur listi. Því þó Bubbi hafi leikið undir merkjum Vísnavina frá því seinnihluta ársins 1979 er ekki hægt að tala um hljómsveit í því sambandi þar sem Bubbi kom fram á tónleikum samtakana sem trúbador, þ.e.a.s. einn með gítarinn og flutti eigin lög og texta. Þá eru ekki heldur taldar upp þær sveitir sem Bubbi hefur sungið með sem gestur eins og Vinum Dóra og Mannakorni eða KK band svo eitthvað sé nefnt. Ekki verður heldur fjallað um þær sveitir sem Bubbi hefur fengið sér til aðstoðar eins og Sierra Mastera frá Kúbu sem vann með honum plötuna Von, eða Ensími og Botnleðja sem unnu með honum efni plötunnar Mér líkar það, þar sem allar áttu þessar sveitir sér líf fyrir daga þess að starfa með Bubba og störfuðu áfram eftir að samstarfinu lauk. En svo byrjað sé á byrjuninni er Gúanóbandið sú sveit sem telst fyrst hljómsveita með liðsmanninn Bubba Morthens. Byrjum á að lista þær sveitir sem hann hefur starfað með. 

 

Lesa meira...
 
GCD PDF Prenta T÷lvupˇstur

Bubbi & Rúnar / GCD - Rokkað á Mýrdalssandi

ImageRokksveitin GCD er beint afsprengi samstarfs þeirra Bubbi Morthens og Rúnars Júlíussonar. Sveitin sem varð til vorið 1991 var sumarhljómsveit og starfaði hún í þrjú sumur það er 1991, 1993 og 1995 og sendi frá sér plötu hvert sumar. Síðan hefur verið hljótt um sveitina ef frá er talin safnplata með úrvali af plötunum þrem sem kom út árið 2002. og endurvakningin á stótónleikum Bubba í Höllinni 6. júní 2006. Og í ljósi sögunnar er aldrei að vita nema GCD starti aftur yfirgefnum bíl í vegakanti á Mýrdalssandi.

Lesa meira...
 
MX-21 PDF Prenta T÷lvupˇstur

Bubbi & MX-21 - Skyttan -

ImageÞað var um sumarið 1986 sem Bubbi hóaði saman sveit manna. Hugmyndin var að hún yrði Bubba til aðstoðar við að kynna plötuna Frelsi til sölu, sem hann hafði verið að vinna í Svíþjóð með aðstoð Christian Falk.
Sveitin var fyrst kynnt blaðamönnum 4. júlí, tæpum mánuði eftir að tvöfalda platan Blús fyrir Rikka komst í hendur almennings. Kynningin fór fram á sérstökum blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Borg þar sem Bubba var afhent gullplata fyrir 5000 seld eintök af Konuplötunni, en þeim áfanga hafði platan náð um vorið. Þá var og kynning á nýjustu afurðinni Blús fyrir Rikka. Við þetta tækifæri stilltu meðlimir ónefndu sveitarinnar sér upp fyrir myndatöku fyrir utan Hótel Borg og kom það fram í frétt að ekki væri enn komið nafn á sveitina. Það leið þó ekki að löngu þar til það var opinberað að sveitin kallaði sig MX-21 sem beina tilvísun í nafngiftir sem stríðstól stórveldanna gjarna fá.

Lesa meira...
 
Das Kapital PDF Prenta T÷lvupˇstur

ImageDas Kapital er einn þeirra sveita sem Bubbi starfaði með á fyrsta áratug ferilsins. Til eru þeir sem segja þessa sveit upphaf að endalokum ákveðins tímabils á ferli Bubba en benda jafnframt á að afrakstur sveitarinnar þ.e. platan Lili Marlene sé það besta sem Bubbi skyldi eftir sig árið 1984. Þegar minnst var á Das Kapital við fyrrum gítarleikara sveitarinnar Mike Pollock fyrir margt löngu sagði hann að aðkoma hans að Das Kapital hefði verið eins og að detta í einn risastóra kókdollu. Spilamennska og æfingar hefðu þar algerlega verið í öðru sæti. Hann hafi aldrei hvorki fyrr sé síðar dópað jafn duglega og meðan Das Kapital var og hét. Reyndar hafi í fyrstu staðið til að Danny Pollock bróðir hans tæki sæti í sveitinni en eftir fæga Ameríkuferð Danna og Bubba vorið 1984 hafi Danny ekki treyst sér til þess. Hann hafi því stokkið til og munstrað sig við bandið.

Lesa meira...
 
Egˇ PDF Prenta T÷lvupˇstur

Egó - Breyttir tímar í mynd

ImageÞegar minnst er á hljómsveitina Egó er það varla hægt nema Utangarðsmenn komi þar við sögu, enda saga sveitanna samofin sterkum böndum, því um tíma voru þrír meðlimir síðarnefndu sveitarinnar meðlimir Egósins. Það má segja að með Utangarðsmönnum hafi einstaklingarnir orðið þekktir, en með Egóinu urðu þeir vinsælir. Það nægir í þessu sambandi að nefna að fyrsta plata Egósins sat lengur á topp 10 yfir söluhæstu plötur landsins en allar plötur Utangarðsmanna áður samanlagt. Eða eins og einn aðdáandi orðaði það: Egóið? -hún var æðisleg, Utangarðsmenn? -ég var skíthrædd við þá.


Lesa meira...
 
Utangar­smenn PDF Prenta T÷lvupˇstur

Image
Kˇpavogur 12 aprÝl 1980
Upphafið á sögu Utangarðsmanna má rekja til Kassagerðar Reykjavíkur, sem var vinnustaður Bubba Morthens um hríð vorið 1979. Þar kynntist hann bræðrunum Mike Pollock og Danny Pollock. Þessu vori eyddu þeir stórum hluta vinnudagsins á þaki Kassagerðarinnar og umræðuefnið var tónlist og aftur tónlist, og reykpásurnar lengdust eftir því sem hlýnaði í veðri. Þegar Bubbi viðraði þá hugmynd sína að taka upp plötu átti hann stuðning og kvatningu þeirra bræðra óskipta og um mitt sumar lét Bubbi slag standa og bókaði tíma í Tóntækni.

- Fljótlega eftir að Bubbi hóf upptökur urðu þeir bræður tíðir gestir í hljóðverinu og léku með honum inn á nokkur laganna. Hugmynd Pollock bræðranna um að stofna hljómsveit var framkvæmd með auglýsingu í einu dagblaðanna snemma árs 1980 þar sem óskað var eftir trommu- og bassaleikara.


Lesa meira...
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?