| 
Innskrßning

Lagaleit


Kyrrlßtt kv÷ld PDF Prenta T÷lvupˇstur

Utangar­smenn - Geislavirkir
Geislavirkir 1980
Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR

Lag: Bubbi Morthens, texti: Þorlákur Kristinsson 

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
ryðgað liggur bárujárn við veginn.
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin.

Meðan þung vaka fjöll yfir hafi,
í þögn stendur verksmiðjan ein
svo langt frá hafi,
ekkert okkar snýr aftur heim.

Því allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra.
Bátar fúna rotna við naust
það nam vart með öðru en að hnerra.

Dauðadóm sinn hvað hann upp og glotti
þorpsbúa hann hafði að háði og spotti
síldin farin, fer ég líka
suður á bankana vald.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
  • Þorlákur Kristinsson - The boys from Chicago (1983)
  • Ýmsir ; Reggae on Ice - Ís með dýfu (1995)
  • Reggae on Ice - Í berjamó (1996)
  • Ýmsir ; Reggae on Ice - Ávextir (1996)
  • Ýmsir ; Reggae on Ice - Með von í hjarta (2001)
  • Roðlaust og Beinlaust - Þung er nú aldan (2009)
Athugasemd
Á 25. ára afmælisútgáfu plötunnar Geislavirkir (2005) kom út ensk útgáfa lagsins undir heitinu The Migrant Worker.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?