| 
Innskráning

Plötur

isbjarnarblusUndir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

Lög og textar

bubbi_og_megasÍ gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

Spjalltorg

login-minTaktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

Tímalína og molar

3-heimarUndir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Tímalína

 • 4. janúar 1990 Blússveitin Blámakvartettinn með tónleika í Kjallara Keisarans við Laugarveg. Gestur kvöldsins var Bubbi Morthens. Blámakvartettinn skipuð þeim: HaraldurÞorsteinsson: Bassi, Björgvin Gíslason: Gítar, Ásgeir Óskarsson: Trommur og Pétur Hjaltisted: Hljómborð.
   

 • Janúar 1987 bárust fréttir að væntanlegt væri lag Valgeirs Guðjónssonar í flutningi Bubba Morthens. Lagið samdi Valgeir að beiðni landlæknisembættisins til efla notkunn smokksins sem vörn gegn eyðni. En laginu var ætlað að verða hluti átaks í þessum efnum. Lagið fékk nokkra spilun eftir að það var sent útvarpsstöðvum til kynningar og náði 1. sæti vinsæladarlista útvarpsstöðva þrátt fyrir að hafa ekki komið út á plötu fyrr en 5 apríl þetta ár. Lagið er Vopn og verjur og skráðir flytjendur eru Varnaglarnir. (Sjá nánar 5. apríl 1987)
   

 •  9. janúar 1988 sýndi ríkissjónvarpið dagskrá sem efnt hafði verið til í Háskólabíói undir yfirskriftinni - Gerum drauminn að veruleika og var þar átt við þann draum að byggja hér á landi tónlistarhús, Tónleikarnir voru liður í fjársöfnun til þess verkaefnis. Bubbi flutti tvö lög - Filterlaus kamelblús og When the moon sinking sem Bubbi kallaði síðar Rembling.
    

 • 1. janúar 1986 var efnt til Listahátíðar Hótel Borgar og nýárskvöldi fagnað með skemmtun þar sem leikin var klassísk tónlist, skáld lásu úr verkum sínum og Haukur Morthens sá um sönginn. Veislustjórar voru þeir félagar Bubbi og Megas.
   

 • Janúar 2007 Netlistinn sem byggður er á sóttum og seldum lögum á Tónlist.is birtir lista yfir vinsælustu lögin 2006. Í efsta sæti listans sat lagið Með þér eftir Bubba Morthens í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Fram kemur í frétt með listanum að yfir 2000 eintök hafi selst af þessu lagi frá því það kom út sumarið 2006. 
   

Plötur

Toyota stuđarinn
Toyota stuđarinn

Strákarnir okkar
Strákarnir okkar

Pottţétt rokk
Pottţétt rokk

Nćlur
Nćlur

Gamall draumur - Óskar Guđnason
Gamall draumur - Óskar Guđnason


Forsíđa
Fjögur lög fyrir tónţyrsta PDF Prenta Tölvupóstur

Þó engin hafi komið platan frá Bubba fyrir jólin geta sárþyrstir krækt sér í nokkrar plötur sem komu út í lok árs. Allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda lög í flutningi Bubba Morthens. Þarna eru tvær plötur sem innihalda endurútgáfu á lögum sem áður hafa komið út.

Fyrst skal nefna plötu Rúnars Þórs - Brotnar myndir. Á henni má finna lagið Hjartað slær sem kom út fyrir áratugum síðan. Svo er það á plötunni Söngdansar og ópusar sem skrifuð er á Jón Múla Árnason Lögnu frægt lag í flutningi Bubba er lagið Mig vantar aukavinnu. sem verið hefur ófáanlegt um margra ára skeið, nema þá í gegnum tónlist.is.

Aðrar tvær plötur má nefna hér. Fyrst er það nýjasta afurðin í Pottþétt séríunni Pottþétt 56. Þar er að finna einn af helstu smellum síðasta sumars sem hér er að koma á plötu í fyrsta sinn. Berndsen og Bubbi með lagið Úlfur, úlfur. og þá skal loks nefna plötu Papana - Jameson. Þar syngur Bubbi lagið Hæ Hoppsa sí. og er bara eitt um það að segja að þar fer enn ein skrautfjöður í hatta þeirra sem hlut eiga að máli.

 
< Fyrri   Nćsti >

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?