| 
Innskráning

Plötur

isbjarnarblusUndir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

Lög og textar

bubbi_og_megasÍ gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

Spjalltorg

login-minTaktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

Tímalína og molar

3-heimarUndir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Tímalína

 • Vorið 1979 hóf Bubbi störf í Kassagerð Reykjavíkur og kynntist þeim bræðrum Danny og Mike Pollock, sem síðar stofnuðu með honum hljómsveitina Utangarðsmenn.

 • Janúar 1987 bárust fréttir að væntanlegt væri lag Valgeirs Guðjónssonar í flutningi Bubba Morthens. Lagið samdi Valgeir að beiðni landlæknisembættisins til efla notkunn smokksins sem vörn gegn eyðni. En laginu var ætlað að verða hluti átaks í þessum efnum. Lagið fékk nokkra spilun eftir að það var sent útvarpsstöðvum til kynningar og náði 1. sæti vinsæladarlista útvarpsstöðva þrátt fyrir að hafa ekki komið út á plötu fyrr en 5 apríl þetta ár. Lagið er Vopn og verjur og skráðir flytjendur eru Varnaglarnir. (Sjá nánar 5. apríl 1987)
   

 • 2. febrúar 1995 gaf Skífan út safnplötuna Heyrðu aftur '94. Lítt merkileg plata með 17 smellum ársins 1994, þrátt fyrir að þar sé að finna lagið Sumar konur með Bubba.
   

 • 27. febrúar 2003 kom Bubbi fram á bæði Bylgjunni og Rás 2. og kynnti væntanlega tónleikaröð á Hótel Borg. Þar sem ætlunin var að bjóða upp á kvöldverð og tónleika. Bubbi flutti nokkur lög á báðum stöðvunum meðal annar nýtt lag sem bar vinnuheitið Fyrirgefðu og var síðar notað á sólóplötu hans þetta ár.

 • 29. janúar 1983 Gullströndin andar var heiti á listahátíð sem stóð frá 29. janúar til 12. febrúar. Aðalhúsakynni hátíðarinnar voru við hlið JL-Hússins við Hringbraut. Um 200 listamenn úr svo til öllum listgreinum komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt. Þ.á m. Bubbi Morthens sem m.a. kom fram á Hringbraut 119 þann 4. febrúar og flutti blústónlist. Sama kvöld kom Mike Pollock fram og las ljóð.

   

Plötur

Ţrír blóđdropar - Megas
Ţrír blóđdropar - Megas

Skepnan
Skepnan

Nćst á dagskrá
Nćst á dagskrá

Bandalög 2
Bandalög 2

20 ómissandi lög - Magnús Eiríksson
20 ómissandi lög - Magnús Eiríksson


Forsíđa
Fjögur lög fyrir tónţyrsta PDF Prenta Tölvupóstur

Þó engin hafi komið platan frá Bubba fyrir jólin geta sárþyrstir krækt sér í nokkrar plötur sem komu út í lok árs. Allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda lög í flutningi Bubba Morthens. Þarna eru tvær plötur sem innihalda endurútgáfu á lögum sem áður hafa komið út.

Fyrst skal nefna plötu Rúnars Þórs - Brotnar myndir. Á henni má finna lagið Hjartað slær sem kom út fyrir áratugum síðan. Svo er það á plötunni Söngdansar og ópusar sem skrifuð er á Jón Múla Árnason Lögnu frægt lag í flutningi Bubba er lagið Mig vantar aukavinnu. sem verið hefur ófáanlegt um margra ára skeið, nema þá í gegnum tónlist.is.

Aðrar tvær plötur má nefna hér. Fyrst er það nýjasta afurðin í Pottþétt séríunni Pottþétt 56. Þar er að finna einn af helstu smellum síðasta sumars sem hér er að koma á plötu í fyrsta sinn. Berndsen og Bubbi með lagið Úlfur, úlfur. og þá skal loks nefna plötu Papana - Jameson. Þar syngur Bubbi lagið Hæ Hoppsa sí. og er bara eitt um það að segja að þar fer enn ein skrautfjöður í hatta þeirra sem hlut eiga að máli.

 
< Fyrri   Nćsti >

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?