| 
Innskráning

Plötur

isbjarnarblusUndir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

Lög og textar

bubbi_og_megasÍ gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

Spjalltorg

login-minTaktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

Tímalína og molar

3-heimarUndir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Tímalína

 • 4. janúar 1991 fyrstu listi ársins yfir söluhæstu plöturnar birtur í DV og Sögur af Landi enn í toppsætinu. Sömu sögu var að segja 11. janúar og þá vikuna var lagið Haltu mér fast, sem Bubbi söng á plötu Mannakorns í efsta sæti yfir vinsælustu lögin.
   

 • Janúar 2007 Netlistinn sem byggður er á sóttum og seldum lögum á Tónlist.is birtir lista yfir vinsælustu lögin 2006. Í efsta sæti listans sat lagið Með þér eftir Bubba Morthens í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Fram kemur í frétt með listanum að yfir 2000 eintök hafi selst af þessu lagi frá því það kom út sumarið 2006. 
   

 • 7. janúar 1996 var Morgunblaðið með ýtarlegt viðtal við Bubba  undir fyrirsögninni: Í draumi sérhvers manns er kona hans falin... Í viðtalinu er farið um víðan völl allt frá áhrifavöldum í tónlistinni, bækur og nýort ljóð Bubba, Bubbi lýsir skoðunn sinni á stöðunnar í íslenskri tónlist almennt og til trúmála.
   

 • Febrúar 1994 Heyrðu aftur 93 kemur út, Þar á Bubbi lagið Það er gott að elska auk þess sem þar er líka að finna lag G.C.D. - Sumarið er tíminn . Lagið sem kom út á plötunni Svefnvana hafði notið mikilla vinsælda og er enn mikið leikið á útvarpsstöðvum
   

 • 12. febrúar 1981 var blásið til Stjörnumessu á Hótel Sögu. Utangarðsmenn hlutu verðlaun fyrir vinsælustu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin. Auk þess var Bubbi valinn vinsælasti söngvarinn og vinsælasti textahöfundurinn. Sveitin sjálf tók þó ekki við verðlaununum þar sem hún var með tónleika á Hótel Borg á sama tíma. Utangarðsmenn sögðust reyndar síðar gefa lítið fyrir slíkar uppákomur skallapopparanna og markaðshyggjumanna.
   

Plötur

Trúir ţú á engla
Trúir ţú á engla

Northern Light Playhouse
Northern Light Playhouse

Guđmundur Ingólfsson - Guđmundur Ingólfsson
Guđmundur Ingólfsson - Guđmundur Ingólfsson

Fyrstu 15 árin 2
Fyrstu 15 árin 2

56
56


Forsíđa
Fjögur lög fyrir tónţyrsta PDF Prenta Tölvupóstur

Þó engin hafi komið platan frá Bubba fyrir jólin geta sárþyrstir krækt sér í nokkrar plötur sem komu út í lok árs. Allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda lög í flutningi Bubba Morthens. Þarna eru tvær plötur sem innihalda endurútgáfu á lögum sem áður hafa komið út.

Fyrst skal nefna plötu Rúnars Þórs - Brotnar myndir. Á henni má finna lagið Hjartað slær sem kom út fyrir áratugum síðan. Svo er það á plötunni Söngdansar og ópusar sem skrifuð er á Jón Múla Árnason Lögnu frægt lag í flutningi Bubba er lagið Mig vantar aukavinnu. sem verið hefur ófáanlegt um margra ára skeið, nema þá í gegnum tónlist.is.

Aðrar tvær plötur má nefna hér. Fyrst er það nýjasta afurðin í Pottþétt séríunni Pottþétt 56. Þar er að finna einn af helstu smellum síðasta sumars sem hér er að koma á plötu í fyrsta sinn. Berndsen og Bubbi með lagið Úlfur, úlfur. og þá skal loks nefna plötu Papana - Jameson. Þar syngur Bubbi lagið Hæ Hoppsa sí. og er bara eitt um það að segja að þar fer enn ein skrautfjöður í hatta þeirra sem hlut eiga að máli.

 
< Fyrri   Nćsti >

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?