Bubbi á YouTube.com
Janúar 2007 Netlistinn sem byggður er á sóttum og seldum lögum á Tónlist.is birtir lista yfir vinsælustu lögin 2006. Í efsta sæti listans sat lagið Með þér eftir Bubba Morthens í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Fram kemur í frétt með listanum að yfir 2000 eintök hafi selst af þessu lagi frá því það kom út sumarið 2006.
Vorið 1979 hóf Bubbi störf í Kassagerð Reykjavíkur og kynntist þeim bræðrum Danny og Mike Pollock, sem síðar stofnuðu með honum hljómsveitina Utangarðsmenn.
4. janúar 1993 tilkynnti Bubbi forráðamönnum útgáfufyrirtækisins Steinari hf að hann vildi slíta samstarfi sínu við útgáfuna. DV birti frétt þess efnis 14. janúar. 15. janúar skýrir DV svo frá því að Bubbi eigi í viðræðum við Skífuna um útgáfusamning. Svo virðist sem sagan endurtaki sig þar sem þetta var í annað sinn sem Bubbi sleit samningi við útgáfuna. Það gerði hann og 1984. Sem og þá spunnust um þetta talsverð blaðaskrif og þá mættu þeir Bubbi og Steinar í útvarpsþætti til að skýra hvor sína hlið málsins. Allt virtist stefna í málaferli vegna þessa þar sem Steinar hf. taldi Bubbi skulda útgáfunni uppfyllingu samningsins til að geta sagt honum upp. Þar á meðal enska útgáfu Kúbuplötunnar Von. Bubbi var þessu ósammála og taldi fyrirtækið skulda sér peninga m.a. í formi stefgjalda.
8. janúar 2000 hafði útgáfustjóri Skífunnar Friðþjófur Sigurðsson samband við Bárð Örn Bárðarson og fékk hann til starfa á ný, Verkaefnið var safnplata með Utangarðsmönnum. Áætlunin: Öll útgefin lög sveitarinnar sem gefin hafa verið út á plötu en ekki enn komið út á CD. Mánuði síðar var stefnunni breytt að ósk Bárðar þar sem of mörg lagana yrðu þá bæði á ensku og íslensku. Því var sett upp það sem kallast yfirlitsplata, en þó með áherslum á að koma sem flestum laga sveitarinnar á CD.
5. janúar 1984 héldu mannabreytingar Egósins áfram. Bubbi, Beggi og Rúnar voru ornir einir eftir. Aðrir meðlimir horfnir á braut. Ásgeir Óskarsson var þá fenginn inn sem session-trommari.
Ný plata í pípunum |
![]() |
![]() |
![]() |
Platan hefur fengið vinnuheitið „Þorpið“ Meðreiðasveinar verður sami mannskapur og vann með honum síðustu plötu; Ég trúi á þig. Það er þeir Börkur, Daði. Ingi Björn, Kristinn Snær og Kristjana Stefáns auk þess sem aðrir vera kallaðir til í upptökur einstakra laga. Þetta verður 26 hljóðversplata Bubba með nýju efni frá því ferillinn hófst 1980. |
< Fyrri | Nćsti > |
---|
Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?