| 
Innskrßning

Lagaleit


┌lfur ┌lfur PDF Prenta T÷lvupˇstur

Lag og texti: Berndsen

Úlfur úlfur gefðu mér ráð
 í fjarlægri borg, ég hef fundið mér bráð.
 Útgrátin sjáöld, lokuð og smeyk (um)
 Blóðþrútin augun virðist sýn mín svo bleik.
 Systir systir gefðu mér ráð
 skorðuð í hjarta mínu er falin bráð
 hún skildi mig eftir sem afskorið blóm
 alein hún mætir fyrir eigin dóm.
 
Siglum! Siglum um heimsins
 voldugu höf!
 á kinnum köldum
 aldan segir til nafns
 við stefnum á ystu nöf
 í þetta sinn við.
 
Máni máni gefðu mér ráð
 leið mín til vegferðar er þyrnum stráð
 í dimmu stræti læt ég tímann líða
 mér leiðist aldrei að þurfa að bíða.
 
Bróðir bróðir, gefðu mér ráð
 í fátækum heimi þjóðin er þjáð (á)
 vogarskál vandans allir þurfað leggja lóð
 í kjölfar fjöru kemur flóð, í þetta sinn við.
 
Siglum! Siglum um heimsins
 voldugu höf!
 á kinnum köldum
 aldan segir til nafns
 við stefnum á ystu nöf
 í þetta sinn við.


Vinsældalistar

 ATH

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Ýmsir - Pottþétt 56 (2008)

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?