| 
Innskráning

Lagaleit


16. ágúst PDF Prenta Tölvupóstur

Lag og texti: Bubbi Morthens

Bubbi - Þorpið (2012)
Þorpið (2012)
Augu þín sáu mig
er ég var ómynduð vera
Þessa byrði var þér
kona ætlað að bera
Veröld mín var hjartsláttur þinn
 
Sál mín var hrein
er kom ég á þinn fund
Ég var lítið ljós
sem lifði örskotsstund
Veröld mín var hjartsláttur þinn
 
Allt líf sem er hverfur
Allt líf sem hverfur verður ljós
 
Ferð þín var hafin
og leiðin, leiðin lá til mín
Allt sem var – varst þú
móðir mín
Veröld þín var hjartsláttur minn


Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

 

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?