Bubbi á YouTube.com
2. janúar 1985 hóf Bubbi upptökur fyrir væntanlega sólóplötu sem síðar fékk heitið Kona. Með honum í hljóðverinu var Tryggvi Herbertsson í hlutverki upptökustjóra og þá var Þorleifur Guðjónsson tíður gestur í hljóðverinu með bassann.
2. febrúar 1995 gaf Skífan út safnplötuna Heyrðu aftur '94. Lítt merkileg plata með 17 smellum ársins 1994, þrátt fyrir að þar sé að finna lagið Sumar konur með Bubba.
28.febrúar 2005 var Bubbi fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að undirrita viðskiptasamnin er varðar STEFgreiðslur fyrir tónlist. Samningurinn sem Bubbi gerir við Sjóvá-Almennar fyrir milligöngu Íslandsbanka var til 10 ára og gengur í megindráttum út á að Bubbi fékk eingreiðslu við undirritun og í staðin fékk Sjóvá-Almennar Stef-greiðslur Bubba næstu tíu árin. Slíkir samningar höfðu verið velþekktir meðal stórra nafna erlendis en með þessum samningi var brotið blað hér á landi. Samningurinn rýrir á engan hátt höfundarétt Bubba, heldur er hér fyrst og fremst um framsal tekna að ræða sem þær mynda. Nokkurs misskylning gætti meðal almennings sem héldu að Bubbi hefi selt höfundarrétt sinn en svo var ekki.
30. janúar 1982 fékk Bubbi Magnús Stefánsson, fyrrum meðlim Utangarðsmanna og síðar Bodies, til að setjast við trommusett Egosins í stað Jóa ,,Motorhead“. En pressan skrifaði að til hafi staðið að Maggi færi að spila með Brimkló. Maggi hvorki neitaði né staðfesti þær sögusagnir.
Febrúar 1994 Heyrðu aftur 93 kemur út, Þar á Bubbi lagið Það er gott að elska auk þess sem þar er líka að finna lag G.C.D. - Sumarið er tíminn . Lagið sem kom út á plötunni Svefnvana hafði notið mikilla vinsælda og er enn mikið leikið á útvarpsstöðvum
Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?