| 
Innskráning

Lagaleit


Syndandi í hafi móðurlífsins PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Ný spor
Ný spor 1984
Lag og texti: Bubbi Morthens

Með þinn ótrúlega munn,
þitt boxaranef,
bros sem enginn fær staðist.
Þokukend augun þau segja mér
við þig verður ekki barist.

Við sátum við eldinn
og þú spurðir mig
„Hvers vegna varstu aldrei glaður?”
Ég gat sagt þér allt
um sjálfa þig
en gat ekki sagt
að ég væri skemmdur maður.

Því ég er syndandi í hafi móðurlífsins
og sé ekki, finn ekki land.
Raddirnar í myrkrinu véluðu mig
og ég synti yfir á þeirra band.

Útbreiddur faðmur
ég kæmi ef ég þyrði
en trúin er eins og tælandi svell.
Prestar héldu þér niðri á skipum
þau voru með tattóveruð segl.

Ég gekk inn í garðinn
og ég sá ekki neitt
nema rotnandi blómahaf.
Ég leitaði og leitaði að visku mannsins
sem í rotnandi blómunum svaf.

Upp á fjallinu nutum ásta
horfðum á ljósin
sem hraunkvíslar bylgjuðust sitt á hvað
þú sýndir mér undir kvikuni
deyjandi menning
sem ljótleikan ofar öllu tilbað.

Út úr skautinu skreiðst þú veinandi
í augum þínum logaði bál.
Prestarnir glottandi blessuðu þig
og gáfu þér nafnið sál.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?