| 
Innskrßning

Lagaleit


Dylan 2 PDF Prenta T÷lvupˇstur

Bubbi - Kona
Kona 2005
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ég steig inn í undraland,
hvað veröldin var fín
í kvöldsól gekk ég hvítan sand,
brosandi báran mín

Ég gekk svartan fjörusand,
milli kletta leitaði í var
þar sem draumar hafsins námu land,
úr djúpsins kalda mar.

Ég kallaði hinkraðu enn um stund
því nóttin verður köld
Ég hef beðið þess að eiga fund
með þér prinsessa í kvöld.

Hún tók mig um mittið, brosti milt
Líf þitt er rétt að byrja
Í djúpinu geymi ég gullið þitt
en hvar? mátt’ aldrei spyrja.

Segðu mér þá hvar finn ég frið
það er ekki nóg að syngja,
söngurinn hefur deyft þá bið
en ekki ástina – Inga.

Í gömlu húsi ég skrifa þau orð
sem rödd mín færir í tóna.
Við kertaljós og dekkað borð,
tvo indverska þjóna.

Draumarnir komu ekki oft hér inn
svo þessi virðist villtur
Samt spyrð’ann hann þekkir hann drauminn þinn
hann spyr ert þú svo villtur?

Kanski veit systir um þann draum
sem ástina þína dreymir
ert þú viss þú viljir rata í þá raun
vita hvað draumur hennar geymir?

Hún tók mig um mittið......

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?