| 
Innskráning

Lagaleit


Bönnum verkföll PDF Prenta Tölvupóstur
Das Kapital - Lili Marlene
Lili Marlene 1984
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ráðamenn á hæstu hæðum
strjúka vambir léttar
fagurkerar í pólitískum fræðum
kóngar sinnar stéttar
Leitast við að sanna að
þeirra lausn sé sú rétta.
Komdu í klefann og merktu við.
þú sér þú kaust það rétta.

Kjósið, kjósið mig
kjósið, kjósið mig.
Fasistar á toppinum gelta.

Það verður að taka af laununum
það mun engin svelta.
Segið okkur frá raununum.
Á Íslandi þarf engin að betla.
Láttu okkur ákveða, það þarf enginn að stela
láttu okkur ákveða, það þarf enginn að stela.

Bönnum verkföll með lögum.
Með lögum skal land byggja.
Með silfurskóflu við gröfum
þó skal engan styggja.
Sá sem fer í verkfall verður settur á lista.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?