| 
Innskráning

Lagaleit


Ţjóđlag PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Dögun
Dögun 1987 CD
Lag Bubbi Morthens, texti: Snorri Hjartarson

Veistu að ég bíð þín
og vaki hér og bíð þín
bak við grænar rúður
og ryðbrunnar skrár,
bak við brúnar og heiðar,
bak við dag og ár?

Enginn hefur séð mig
en allir hafa þráð mig,
svarið eið og söðlað
hinn dviffráa jó,
hrakist vegavilltir
um vindkaldan skóg.

Úlfar hafa elt þá
og álfar hafa tælt þá,
töfrar þá tafið
við tafl og gull og vín;
flestir hafa gleymt að
þeir fóru að leita mín.

Nóttin hefur náð þeim
og nornir tekið við þeim,
ekki skaltu hræðast þann álagadóm
þann álagadóm;
einn þú átt að eiga
mitt unga liljublóm.

Óhrein verður leið þín,
en þú mannst ég bíð þín;
fram hjá hamrahengjum
og húmrauðri gátt
svífa svanir þínir
með söng í rétta átt.

Ein og sóllaus sit ég
en sæl, því aldrei get ég
trúað öðru en ósk mín
og ást þín nái mér;
fallir þú og týnist
þá fölna ég með þér.

Hrekkur lokað hlið mitt?
Það hringja klukkur, blóð mitt
leitar þín í leiðslu,
Það loga stjörnur tvær
við brjóst mín, bláar stjörnur;
ég brosi og kyssi þær.

Vakir vakir þrá mín
og von mín og trú mín
bak við þrár og þrautir
og þokuslunginn veg,
bak við óð og ástir
ástin, þú og ég.


Vinsældalistar
#5. sæti DV - Rás 2 (24.7.1987) 5. vikur á topp 10 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd:

Lagið var upphaflega hljóðritað á þeim tíma sem Bubbi vann að plötunni Dögun. Þegar ákveðið var að gefa út plötuna Frelsi til sölu á CD ásamt aukaefni varð þessi demóupptaka lagsins fyrir valinu. Við val á efni fyrir viðhafnarútgáfum platan Bubba 2006 var ákveðið að setja lagið meðal þess efnis sem Bubbi var að vinna á þeim tíma sem lagið var hljóðritað þ.e.a.s. Dögun.


 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?