| 
Innskráning

Lagaleit


Menning PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Dögun
Dögun 1987
Lag og texti: Bubbi Morthens

Þurrkaður fiskur og fornar sögur
finnast enn á landi hér.
Þíðir vindar, vorkvöld fögur
og von um frelsi handa þér.

Við sjónarhringinn heimur stríðir
hungrar í að gleypa þig.
Auðmjúkur þú engu kvíðir
allir aðrir selja sig.

Erlend nöfn þau auka gróðann
allir vilja klæðin fín.
Tíska er markmið, troðum slóðann
tíska er lífið börnin mín.

McDonald eltum heim í hreysið
hryggðarmynd úr augum skín.
Bæta ætlar auðnuleysið
aftur verður veröld fín.

Kentucky Fried og kókið herja
kanar Íslands opna hlið.
Herraþjóð fer varla að verja
né vernda landsins sálarmið.

Í hulduborg er beygður álfur
því barnið hans úr hamri sér
að maður skóp sitt myrkur sjálfur
myrkrið sjálft í huga þér.

Blöðin prenta, pennar skrifa
pælum aðeins meir í því.
Oftast fær hún lygi að lifa
leynist menning blöðum í?

Stöðin viljug varpar ensku
voðinn leggst á tungu þér.
Það telja allir ekta lensku
ensku skulum tala hér.

Stjörnur koma, stjörnur fara
stefnir allt í sömu átt.
Menning sú er töluð tjara
í tómum kagga bylur hátt.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?