| 
Innskráning

Lagaleit


Ég er ekki einn PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Dögun
Dögun 2006
Lag og texti: Bubbi Morthens

Hún hefur augu eins og dagurinn, þau tala til mín
og varir sem minna á vín.
Hún brosir eins og nóttin með vonir og þrár
í faðmi hennar gróa mín sár.

Segir mér sögur sem hafa aldrei skeð
vekur upp gamla drauma býr þeim jú beð.
Ef þú gætir lært að gleyma sjálfum þér
fyndirðu það sem þú leitar að hér.

Og allt það liðna má liggja kjurrt,
ég lít ei frama við.
Ég þyrfti í hvelli að koma mér burt
úr þeim frasa sem þið kallið frið.

Lærðu að meta jörðina, hún er þín móðir
og sólin er systir þín.
Í skammdeginu milli skýjanna sérðu þinn bróður
þar sem gulur máninn skín.

Hlekki þarftu að bera til að vita hvað frelsið er
og örin þau minna þig á
að frelsið er það dýrasta sem manneskjan ber
en fæstir því nokkurn tíma ná.

Og allt það liðna má liggja kjurrt
ég lít ei frama við.
Ég þyrfti í hvelli að koma mér burt
úr þeim frasa sem þið kallið frið.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?