| 
Innskrßning

Lagaleit


Freedom for sale PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - 56
56 - 1988
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ef þú gætir skilið og skoðað það rétt
að skammta mönnum dauðann er honum létt.
Spúandi dreka í hlekkjum hefur
hatur og fávisku börnum gefur.

Do you believe in the United Nations
and freedom for sale?

Í lævísum tón talar við þá rauðu
tekur við skýrslum, telur þá dauðu.
Fagnandi býður þér brosandi að gefa
blóð þitt fánanum svo drekann megi sefa.

Í hatri gaddavírs grimmdin hefur riðið
gjöreytt öllu segir innrásarliðið.
Leiðin til himna er hans breiða gata
högglistarhermenn þjálfarar hata.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugasemd

Lagið er einnig til með sama heiti á ensku. Sú útgáfa kom fyrst út á Serbian Flower (1988) Þegar 56 platan var endurútgefin í viðhafnarútgáfu 2006 var meðal aukalaga demóupptaka lagsins og var þar notast við upprunalega lagaheitið, sem var ,,Top Gun".  

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?