| 
Innskráning

Lagaleit


Ef Kristur aftur kæmi hér PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi 67
56 - 2006
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ef Kristur aftur kæmi hér
á krossinn yrð‘ann negldur.
Og kirkjan myndi kenna þér
sem kóngur skild‘ann seldur.

Heimskur einn heiminn sér
hentar sínu taki.
Í nafni kærleiks kúgar hér
með kirkjuna að baki.

Voru orð hans ætluð þér
eignuð þeim sem ekkert sér?
Ekkert svar hefur haldið mér.
Hræsni krossmark gerði hér.

Fæstir trúa á töluð orð
sem tengst kristni gætu.
Klæddir hempu við hlaðið borð
hjarta Guðs þeir ættu.

Ef í Austurstræti stæði hann
í stórum mannahópi.
Frá Kleppi myndu kaupa mann
og kýla í hann dópi.

Voru orð hans ætluð þér
eignuð þeim sem ekkert sér?
Ekkert svar hefur haldið mér.
Hræsni krossmark gerði hér.

Ef Kristur aftur kæmi hér
á krossinn yrð‘ann negldur.
Og kirkjan myndi kenna þér
sem kóngur skild‘ann seldur.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?