| 
Innskrßning

Lagaleit


Sumari­ Ý ReykjavÝk PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - Hver er nŠstur
Hver er nŠstur 1989
Lag: Bubbi Morthens og Guðmundur Pétursson, texti: Bubbi Morthens

Sumarið er komið með kjaftfylli af sól
ég kanna mannlífið í hitanum uppá Arnarhól.
Dópsalinn í Austurstræti á allt til að lækna kvíða.
Ungir nemar í löggunni láta tímann líða.

Á Hressó híma klíkurnar, kultúr gengi töff
og kunna alla frasana í leðri frekar röff.
Við apótekið stendur sjálfur Óli og selur blöð
hjá Ásgeiri á pulsunum er að myndast röð.  

Rónarnir í Reykjavík rauðbrúnir í framan
sofa úti í sólinni, sýpur koggadaman
blakir fara á bísann
bjargast hjá þeim krísan.
Rónunum í Reykjavík.

Þar sem ég sit í brekkunni þá bröltir einn á fætur
brosir blítt og segir svo: Á þér hef ég mætur.
Sníkir eina rettu síðan réttir hann mér spaðann.
Segir: Reyndar var hún áður fyrr betri hjá mér staðan.

Rósirnar í Reykjavík rjóðar eru á vanga
sigla út í sólina sumardaga langa.
Með nakin brjóstin baða sig
blikka hýrar síðan þig.
Rósirnar í Reykjavík.

Sumarið er komið með kjaftfylli af sól
ég kúri núna í skugganum upp á Arnarhól.
Það er mistur yfir borginni þó brennir sólin enn
og börnin labba á geislanum, alveg eins’í denn.

Rúnturinn í Reykjavík reynist mörgum ljúfur
keyra í kvöldsól strákarnir, kíkja á þá dúfur.
Ungpíur með mannalæti
óska sér í aftursæti
á rúntinum í Reykjavík.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?