| 
Innskrßning

Lagaleit


Fri­argar­urinn PDF Prenta T÷lvupˇstur

Bubbi - Nˇttin langa
Nˇttin langa 1989
Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR  

Lag og texti: Bubbi Morthens 

Mjólkurhvít ský þau skríða yfir bæinn
skuggi undir húsvegg lifnar við.
Hér á meðal trjánna í garðinum græna
geta allir fundir ró og frið.

Mosavaxin trén þau tala við mig
taka burtu stressið úr huga mér.
Yndislegar sögur mér segja
að sálir dauðra lifi í sér.

Í friðargarðinum gefur að líta
gamlar konur arfann slíta.
Rónar drekka deginum að eyða
dópaðan ungling ástina leiða.
Fólk á gangi fyrir háttinn -
þar fékk hann Þórbergur dráttinn.

Í friðargarðinum.

Ég sé ártöl höggin í hrjúfa steina
heiðar rúnir, engla og ský.
Nöfn á fólki fallin í gleymsku
falin milli trjánna garðinum í.

Mjólkurhvít ský þau skríða yfir garðinn
skuggar undir trjánum lifna við.
Kött sé ég hljóðlaust klifra birkið
kvöldið færir huganum frið.


Vinsældalistar
#7. sæti DV - Íslenski listinn (22.12.1989) 1. vika á topp 10*
* Þetta var síðasta vikan sem DV birti listann í sinni mynd því hann lagðist af fram til 22. janúar 1990 og var þá með breyttu sniði. Ætla má að lagið (sem var á uppleið) hefði náð lengra hefði listinn fengið að halda sér óbreyttur því lagið fékk mikla spilun á þessum tíma. 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?