| 
Innskrßning

Lagaleit


SÝ­asti ÷rninn PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - S÷gur af landi
S÷gur af landi 1990
Lag og texti: Bubbi Morthens

Hann situr við gluggann gamall maður
genginn dagur hefur tímann stytt.
Um huga hans flæðir fljót af orðum
sem finna ekki skáldið sitt.

Í hrauninu svipir hins liðna líða
látnir vinir stoppa um stund.
Og augu hans virðast vakna til lífsins
þegar vofurnar hverfa á hans fund.

Um Herdísarvíkina vængstýfður situr
völdum rúinn einn og sér.
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
vængjaþytur þegar skyggja fer.

Hann rifjar upp marga sæta sigra
er sigld’ann í víking með vopnin brýnd.
Þau vopn sem stolt hans voru og prýði
virðast löngu grafin og týnd.

Og nóttin hún líður við lestur hugans.
Leiðin til hjartans er beiskjulaus.
Í myrkri hann situr og syrgir ekkert
því sjálfur leiðina kaus.

Nýr dagur fellur úr fangi himins
í fjallagili fá skuggar skjól.
Hann situr við gluggann, gamall maður
með gæfunnar brotið hjól.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd:

Lagið kom einnig út með enskum texta undir heitinu The Last Eagle á plötunni Icebrakers (1991), og einnig valið sem aukaefni á viðhafnarútgáfu plötunnar Sögur af landi (2006)

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?