| 
Innskrßning

Lagaleit


Of hrŠdd PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - Von
Von 1992
Lag og texti: Bubbi Morthens

Of hrædd til að lifa, of hrædd við að deyja
of hrædd til að verja þaðsem þú hefur að segja.
Of hrædd við að gráta, of hrædd við að særast
of hrædd við að missa það sem okkur er kærast.

Dauðinn er poppkorn að kvöldi í bíó.
Dauðinn er prentsverta á síðu þrjú.
Dauðinn er frétt um fátækt í Ríó.
Dauðinn er fljótið þar sem enginn byggði brú.
Dauðinn er útlaginn sem enginn vill þekkja.
Dauðinn er sá sem allir vildu blekkja.

Of hrædd við að elska, of hrædd við að bíða
of hrædd við hjartað sem er fullt af kvíða.
Of hrædd við ábyrgð, of hræd við að lofa
of hrædd við drauma sem þurfa aldrei að sofa.

Lífið er hetjan sem sem flestir vildu vera.
Lífið er barnið sem mæður vilja bera.
Lífið er gleðin við að læra að gefa.
Lífið er að elska sig sjálfan án efa.
Lífið er skugginn af þínum eigin skugga.
Lífið er sólskin, myrkur og mugga.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?