| 
Innskráning

Lagaleit


Einskonar ást PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Von
Von 1992
Lag og texti: Bubbi Morthens

Rauða laufið og lyngið mjúka
ljósgrænn mosinn hvísla að mér:
Fæstir leiðina leggja hingað
langt er síðan áð var hér.

Hruninn garður og gamlar tóftir
grasi vaxin eldavél.
Á bæjarhólnum blinduð dúkka
brotin kanna og ryðguð mél.

Kyrra hugann, hlusta á vindinn
hlæja í grasið þar sem hann fer
niður dalinn hraðar, hraðar
með heita sól að baki sér.

Birkihríslan og hafið bláa
himinninn sem fjallið háa
yrjótt hraun, grjótið gráa
allt það stóra, allt það smáa
finn ég flæða um æðar mér
finn ég flæða um æðar mér…


Vinsældalistar
#6. sæti DV - Visnældalisti Íslands (6.12.1992) 3. vikur á topp 10
#35. sæti DV - Íslenski listinn (28.1.1993) 1. vika á topp 40*
* Í janúar 1993 breyttist form listans og heiti og listinn (Bylgjan) hóf samstarf við Coke Cola. 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?