| 
Innskrßning

Lagaleit


Brunnurinn okkar PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - Von
Von 1992
Lag og texti: Bubbi Morthens

Frystihúsin leggja upp laupa
lánin streyma að
bátar kroppa kvótann
og kasta á sama stað.
SÍS það bindur bændurna
sem borga skuldirnar
það er dýrlegt að drottna
og dæma af þeim jarðirnar.

Fólkið inni á fjörðum þrjóskast
fjöllin sín elskar það
bændur berjast áfram
bjóða kreppunni heim í hlað
menn þræla fyrir lúsarlaun
langan vinnudag.
Handa þessu fólki flyt ég
og fjörðunum þetta lag.

Það er gott að búa í gullborg
en gleymum samt ekki því
að þorpin byggðu brunninn þann
sem borgin sækir í.
Án bátanna væri baráttan
um brauðið löngu dauð.
Ef öngvir yrktu jörðina
yrðu heimilin snauð.


Vinsældalistar
#15. sæti DV - Vinsældalisti Íslands (22.1.1993) 1. vika á topp 20 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?