| 
Innskrßning

Lagaleit


Íldue­li PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - LÝfi­ er lj˙ft
LÝfi­ er lj˙ft 1993
Lag og texti: Bubbi Morthens

Dunandi, brunandi brimaldan grá
berjandi, merjandi af hamslausri þrá
skolar hún skipi að landi.

Æsandi, hvæsandi hendir sér á
hlæjandi, æjandi veltur svo frá
skipi sem skelfur í sandi.

Hóflega, rólega hjalar við stein
blíðlega, þýðlega þekur hún bein
þarafaðmi köldum.

Kraumar, straumar kafinu í
brjótast, skjótast með skellum og gný
í algleymi lyfta öldum.

Þreifandi, hreyfandi svartur sjár
svæfandi, hræðandi hyggjuflár
enginn skap hans skilur.

Sefandi, gefandi, grimmur, hrár
seiðandi, veiðandi, fagurblár
eðli sitt öllum hylur.


Vinsældalistar
#4. sæti DV - Íslenski listinn (9.12.1993) 2. vikur á topp 10, 6. vikur á topp 30 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
  • Papar - Leyndarmál frægðarinnar (2004)
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?