| 
Innskráning

Lagaleit


Bleikir þríhyrningar PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - 3 heimar
3 heimar 1994
Lag og texti: Bubbi Morthens

Í felum - hrædd við eigin ásjón
í felum - vera eitthvað annað
þið fangar með röndóttu hjörtun
þið megið brosa en að elska er bannað.

Er það glæpur að elska
er það glæpur að þrá
er það glæpur að hafa hjörtu
sem hrifnæm slá?

Í felum - hrædd, hvað heldur mamma
í felum - blæða djúpu sárin.
Bleiku þríhyrningar hlustið
þið megið gráta en felið tárin.

Verið stolt, verið sterk
vertu þú sjálfur hvar sem er.
Lífið er meira virði en það
að afneita sjálfum sér.


Vinsældalistar
#4. sæti DV - Íslenski listinn (20.10.1994) 2 vikur á topp 10, 6. vikur á topp 40 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?