| 
Innskrßning

Lagaleit


Brotin lofor­ PDF Prenta T÷lvupˇstur

Bubbi - 3 heimar
3 heimar 1994
Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR

Lag og texti: Bubbi Morthens

Brotin loforð allstaðar
brotin hjörtu á dimmum bar
brotnar sálir biðja um far
burt, burt heim.

Skrítið hvernig skuggar þrífast
í skjóli manna lifa þeir.
Skrítið hvernig hjörtun brenna
skömmu áður en ástin deyr.

Fallnir víxlar engin vinna
veröldin er grimm og ljót.
Skrítið hvernig hjartað verður
hart og kalt sem grjót.

Ekkert kynlíf, þurrir kossar
kvíðinn situr um þig hér.
Taugar þandar, þreytan vegur
þúsund tonn á öxlum þér.


Vinsældalistar
#3. sæti DV - Íslenski listinn (3.11.1994) 2. vikur á topp 10, 6. vikur á topp 40 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?