| 
Innskráning

Lagaleit


Grafir og bein PDF Prenta Tölvupóstur

Bubbi - Lögin mín
Lögin mín 2006
Lag og texti: Bubbi Morthens

Fæddist eins og gerist og gengur
grátandi, hraustur drengur.
Fyrsta minning, lykt af mömmu
þekkti aldrei afa og ömmu.

Fyrsti kossinn, fyrsta glasið
fríðleikspiltur, prúða fasið.
Misnotaður, nóttin svarta
illa kalinn aldrei kvarta.

Drukkinn faðir, fælni og ótti
föstudagar langur flótti.
Kanasjónvarp, sögubækur
lífið samt, tært sem lækur.

Sjáðu til
jú ég skil.
þetta er saga lífs míns
þetta er saga lífs míns.

Brotið nef, blóðið lekur
bölvaður var dæmdur sekur.
Vinn' í fiski. verbúðalíf
hjartað vantar varnarhlíf.

Hass í pípu, kók á gleri
einman' á köldu skeri.
Kynlífsfíkn, alkahólisti
Á endanum hjartað missti.

Sjáðu til
jú ég skil.
þetta er saga lífs míns
þetta er saga lífs míns.

Þráði ofar, frægð og frama
samt var allt, við það sama.
þó fíknir mínar allt sitt fengu
frægðin breytti hjá mér engu.

Moldarkeimur fylgir þér maður
myrkrið var líka minn staður.
Hol að innan öll við svörum
að okkur hjörtu eru þakin örum.

Grafir og bein blasa við þér
Bræður og systur farga sér.
Saga mín er saga okkar
saga þín er saga okkar.

Sjáðu til
jú ég skil.
Þetta er saga lífs míns
þetta er saga lífs míns.

Þeir dauðu muldra ofurlágt:
Þetta er saga lífs míns.


Vinsældalistar
#3. sæti Tónlist.is - Netlistinn (26. vika 2006) 2 vikur á topp 10*
*Engnir aðrir listar voru birtir á þessu tíma
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?