| 
Innskráning

Lagaleit


Ég biđ ađ heilsa PDF Prenta Tölvupóstur

Bubbi & Megas - Bláir draumar
Bláir draumar 1988
Lag: Ingi T. Lárusson, ljóð: Jónas Hallgrímsson

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði
kyssið þið bárur bát á fiskimiði
blásið þið vindar hlýtt á kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi fuglinn trúr sem fer
með fjaðrablik og háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin sín.

Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf í peysu
þröstur minn góður það er stúlkan mín.

Lágið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugasemd

Í prufuupptökum 1988 gerði Bubbi nokkrar tilraunir með kassagítarútsetningar á þessu lagi og er eina þeirra að finna á plötunni Bláir (2006) ásamt þeirri hljóðritun sem þeir félagar Bubbi og Megas gerðu 1988.

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?