| 
Innskrßning

Lagaleit


Ůitt sÝ­asta skjˇl PDF Prenta T÷lvupˇstur
Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Þegar vindáttin breytist, blása daufir vindar
bruna niður fjöll og skörð
Við sjónarhringinn er birta sem blindar
bláhvít, skerandi, hörð.

Með vindinu allstaðar virðist það smjúga
vörnin er bæninni í
Það læðist og stansar undir steininum hrjúfa
stígur svo upp á ný.

Og svar þitt var að finna
fyrir utan gluggann.
Fyrir utan gluggann
var þitt svar.
Því að heim þinn var að finna
fyrir innan gluggann.
Fyrir innan gluggan
þú faldir þig þar.

Þar sem mosinn var þrjóskur
þakti stein
Þekkja menn ekkert á ný
Þar áður gastu séð á heiðinni hreinin
halda sig lynginu í.

Sem saklaus ský
það skríður yfir landið
sem skuggi úr sólarátt
í loftinu sem þið að ykkur andið
inn um hverja smugu og gátt.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi + Rúnar - GCD (1991)
Ýmsir - Forskot á sæluna (1991)
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?