| 
Innskráning

Lagaleit


Íslandsgálgi PDF Prenta Tölvupóstur
Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Þeir geta keypt upp kvótann
þessir karlar fyrir smáaur
fjárfest í mosa, markaðssett hraunið
meðan landir hímir upp við staur.

Hvað fáum við fyrir svikin?
- Fjandakornið ekki neitt.
Þeir láta landinu blæða
lygin mun yfir þig flæða.
Segðu mér herra ráðherra
sefur þú rótt
sefur þú rótt
sefur þú rótt?

Þeir stóru éta þá smáu.
Lögmálið er óbreytt.
Þannig er það, þannig mun það vera
það breytist ekki neitt.

Hvað fáum við fyrir svikin?
- Fjandakornið ekki neitt.
Þeir láta landinu blæða
lygin mun yfir þig flæða.
Segðu mér herra ráðherra
sefur þú rótt
sefur þú rótt
sefur þú rótt?

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi + Rúnar - GCD (1991)
Ýmsir - Minningatónleikar um Karl J. Sighvatsson (1992)
GCD - Mýrdalssandur (2002)
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?