| 
Innskrßning

Lagaleit


Bak vi­ far­ann PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi + R˙nar - GCD
GCD 1991
Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Glötuðu tækifærin gleypa þig
geyma þín beisku tár.
Glötuðu tækifærin gleypa þig
geyma þín beisku tár.
Orðlaus þú aðeins situr
með æskunnar glötuðu ár.
Orðlaus þú aðeins situr
með æskunnar glötuðu ár.

Í augum þínum óttinn býr
opnar þau upp á gátt.
Í augum þínum óttinn býr
opnar þau upp á gátt.
Frygðin hún flæðir um þig
finnst þú eiga bátt.
Frygðin hún flæðir um þig
finnst þú eiga bátt.

Blautir draumar draga þig
drottin gleymdi að finna ‘ann
blautir draumar draga þig
daman reyndi að vinna ‘ann

Í felum bak við farðann
fann ég þig í gær.
Í felum bak við farðann
fann ég þig í gær.
Ef kuldinn er að klípa þig
komdu þá til mín nær.
Ef kuldinn er að klípa þig
komdu þá til mín nær.

Blautir draumar draga þig
daman reyndi að vinna ‘ann
blautir draumar draga þig
drottin gleymdi að finna ‘ann.

Í felum bak við farðann
fann ég þig í gær.
Í felum bak við farðann
fann ég þig í gær.
Ef kuldinn er að klípa þig
komdu þá til mín nær.
Ef kuldinn er að klípa þig
komdu þá til mín nær .

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?