| 
Innskráning

Lagaleit


Vertíđ PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Hvíta hliđin á svörtu
Hvíta hliđin á svörtu 1996
Lag og ljóð: Bubbi Morthens

Þarna lágu þeir hundruðum saman
svartir í rökkrinu.

Færibandið með sína þykku hvítu gúmmíhúð
lét sér fátt um finnast.

Ljósvana gatan hreistrug og blaut
Þurr kuldinn þérar engan á þessum stað
þar sem myrkrið grúfir yfir sjö mánuði á ári
og meira að segja bækurnar neita að þýðast mann.

Fjallið er þarna þó það sjáist ekki
maður finnur fyrir því
eins og skugga á sálinni
á nóttunni geturðu heyrt ýlfrin í því
berast með storminum inn í þorpið
líkt og svipir þeirra sem hafa framið sjálfsmorð
í þessu plássi
hafi tekið upp á því að skríða upp hlíðarnar
og bitið sig fasta í svörðinn.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?