| 
Innskráning

Lagaleit


Ströndin PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Hvíta hliđin á svörtu
Hvíta hliđin á svörtu 1996
Lag og texti: Bubbi Morthens

Ég man ekki hvernig það gerðist
en skrokkurinn liggur ennþá
hálfétinn í sandinum.

Þú þekkir ekki eðlið
þetta hungur sem rekur hana áfram
ofsafengið skapið er ekki öllum kunnugt
enda býr enginn hér lengur.

Blíða hennar er jafn hættuleg
nái hún taki er næstum öruggt
að hún sleppir ekki.

Hjalandi saklaus ó nei
sjáðu bara hvernig hún hefur leikið það
snúið og beygt stálið
og einn daginn mun birtan ekki finna það.

Opin sár á hliðinni
sverir vírarnir minna á
sinar og taugaenda.

Sporin eru horfin
en ef þú hlustar vel
geturðu ennþá heyrt öskrin þeirra
í briminu.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?