| 
Innskrßning

Lagaleit


Miki­ ertu lj˙f PDF Prenta T÷lvupˇstur
Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Ef þú telur orð mín duga
þá skal ég reyna það
ég veit ekki hvert nafn mitt er
en förum samt af stað.
Ég lofa engu nei nei
en samt mig vantar far.
Ég veit að ég á heimili
en ég man ekki hvar.

Er það nokkuð út úr leið?
Er það nokkuð út úr leið?
Mikið ertu, mikið ertu, mikið ertu ljúf
mikið ertu, mikið ertu ljúf.

Ég veit ekki hvort tárin duga
og ég á engin tár.
Einhvers staðar úti þarna
á ég glötuð ár.
Ég lofa engu nei nei
en samt mig vantar far
ég veit að ég á heimili
en ég man ekki hvar.

Ég skal syngja ef þér leiðist
eða þegja alla leiðina
segðu bara ef þú ert til
leggjum á heiðina.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi og Rúnar - Teika (1995)
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?