| 
Innskrßning

Lagaleit


Neita­u a­ vera me­ PDF Prenta T÷lvupˇstur
Lag og texti: Jakob Magnússon

Hjartað hraðar slær
og himininn snýst
sólin færist fjær
og fátt getur lýst.
því óráði andans
sem eitraður flýr
í fumi til fjandans
í fimmta gír.

Taktu ekki þátt í því
þú skalt neita að vera með.
Taktu ekki þátt í því
þú skalt neita að vera með
þú skalt neita að vera með.

Bróðir bíddu við
við skulum byrja upp á nýtt
systir sjáðu til
hvað svefngöngugatan er grýtt.
Almúgans þvæla
grafa sér gröf
og ginkeyptir landar
á ystur nöf.

Kókaín afgan og anfetamín
ópíum morfín og heróín.
Taktu ekki þátt í því.
Þú skalt neita að vera með
þú skalt neita að vera með.
Taktu ekki þátt í því
Þú skalt neita að vera með.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Ýmsir ; Varnaglarnir - Hitt og þetta aðalega hitt alla leið (1990)
Ýmsir ; Varnaglarnir - Bandalög 2 (1990)
Athugasemd

Lagið kom út á tveim almennum safnplötum fyrst í júní 1990 á Hitt og þetta, aðalega hitt alla leið sem Skífan gaf út og þar er lagið skráð undir heitinu Neitaðu að vera með. Í júlí kom lagið svo út á CD útgáfu Bandalög 2 á vegum Steinars hf. og þar er heiti lagsins komið í fleirtölu eða; Neitum að vera með.

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?