| 
Innskráning

Lagaleit


Eintal á deildinni PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Hvíta hliđin á svörtu
Hvíta hliđin á svörtu 1996
Lag og ljóð: Bubbi Morthens

Ég sit bak við augun
og horfi út
þar sem sólin sest aldrei
virðist engin þörf fyrir geðlækna
eða svefnpillur.

Þessi friður er jafn velkominn og tunglið
ég meina ef tunglið væri til.
Þessi árátta ykkar að vera sífellt að dásama það
gerir engum gott
síst af öllum mér sem sit hér uppi
án sambands við einn eða neinn.

Eitrið geymir í skauti sér
rakvélablöð
Æ það er gott.
Sálfræðingar hvað veit ég um þá
þessa námumenn hugans
sem koma alltaf jafnhreinir upp úr höfðunum
sama hversu mikinn skít þeir vaða.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?