| 
Innskráning

Lagaleit


Ţar sem reipin eru ekki mannheld PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Hvíta hliđin á svörtu
Hvíta hliđin á svörtu 1996
Ljóð og lag: Bubbi Morthens

Fölgrænt ljós
maðurinn er vinsamlegur
en hann hefur aðeins fjóra fingur
á vinstri hendi
læknirinn gefur tíu milligrömm af dísu.

Hjá mér eru engar nætur
bara ljósir og dökkir dagar.
Hér eru engir rimlar
nema þeir sem þú komst með sjálfur
hér rennur ekkert blóð
reipin eru ekki mannheld
auk þess kitla þau hálsinn.

Það koma stundum fallnir englar
með kringlótt andlit
í skósíðum frökkum
og tala um himnaríki
við sitjum vængstýfð
og hlustum.
Víman liggur í djúpinu
bíður
eftir þessu sekúndubroti
sem nægir til að sprengja kjölinn
og senda okkur til baka.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?