| 
Innskráning

Lagaleit


Algjört frelsi PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Hvíta hliđin á svörtu
Hvíta hliđin á svörtu 1996
Lag og ljóð: Bubbi Morthens

Þarna stóð hún
kúbönsk nótt
full af loforðum
sem enginn hafði heyrt fyrr.

Tónarnir boðuðu algjört frelsi
engin landamæri lokuð í kvöld
þrýstnar lendarnar
iðuðu í takt við trumburnar
tam tam tummtum
taktu mig.

Sterk greipin
taktföst hlý
tók við flóðinu
augu mín sáu svört skip
lestarfull af þrælum.

Kóngatromman kallaði
núna tamm núna tong tong
eins og ormur fór keðjan af stað
tamm tamm tumm tumm.
Vienen vienen
vienen los Cubanos.
Vienen vienen para guarachear.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?