| 
Innskrßning

Lagaleit


EftirmŠli um ljˇn sem haf­i tennur PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - HvÝta hli­in ß sv÷rtu
HvÝta hli­in ß sv÷rtu
Lag og ljóð: Bubbi Morthens

Þú sem varst fallegastur allra
útbrunnið skar
rétt fimmtugur.

Þú virtist halda að
ódauðleikinn
fælist í líferni þínu
en ekki í ljóðum.
Þjáningabræður þínir sáu ljósið
er þú birtist stórstígur
fékkst þinn þúsundkall.

Þinn eigin efi
sá í gegnum þig
tinandi höfuð
skjálfandi hendur
þurran hóstann
líflaus augun
gömul plata hjakkandi á gömlum frösum.

Víst varstu á yngri árum
konungur gangstéttanna
ljónið.
Í ljóðum þínum
var alltaf innistæða
en þú þorðir ekki að fara ungur
nei til þess skorti þig kjark
Þú fórst ekki fallega.

Ég kunni alltaf vel við þig
kannski vegna þess
að við vorum báðir veikir fyrir
þú nefndir aldrei lán við mig
heldur geturðu gefið.

Hvernig menn gátu dásamað
þjáningu þína
skildi ég aldrei
skáld og róni
flottasti kokkteill allra tíma
fyrir þá sem þurfa ekki að drekka hann.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?