| 
Innskrßning

Lagaleit


In˙Ýt PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - HvÝta hli­in ß sv÷rtu
HvÝta hli­in ß sv÷rtu 1996
Lag og ljóð: Bubbi Morthens

Ég kem aftur einn daginn
svífandi yfir ísbreiðuna
skyggnum augum
les ég hafið
hvíli mig á grárri klöpp.

Þú sem vakir í vindinum
það rýkur úr blóði við vök
flauelsbrún augun
urðu þín aldrei vör.

Þínir líkar eru fágætir
deyjandi tegund
vopnið í hendi
hvíti söngurinn
hljómar í höfði þínu.

Það koma engir hvalir í ár
æðandi inn firðina
líkt og fljótandi zeppelín loftför
með upplýstan kjaftinn.
Nei í ár eru aðeins
plasthvalir
uppblásnir á torgum.

Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?