| 
Innskrßning

Lagaleit


Lei­in liggur ekki heim PDF Prenta T÷lvupˇstur

Bubbi - Tr˙ir ■˙ ß engla
Tr˙ir ■˙ ß engla 1997
Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR

Lag: Bubbi Morthens og Guðmundur Pétursson, texti: Bubbi Morthens

Við sjónarhringinn bátur bíður
við bakkann bundinn og tíminn líður
Kolsvört dögun og eitt orð
ertu tilbúinn að fara um borð?

Við endamörkin máninn gulur
í myrkri skrifar fölur, dulur.
Spor þín telur og eitt orð
ertu tilbúinn að fara um borð?

Ég sit við krossinn og kyssi þig
köld sorgin hún bítur.
Lögmál Guðs í kvöl þína grafið.
Ég græt því ég veit þú hlýtur
að vita að englarnir fljúga ekki í nótt
og leiðin liggur ekki heim.

Hvíslandi raddir, hvítir sokkar
harður stóll, þínir blautu lokkar.
Morfínhaf sem hylur taugar
í höfði þínu vakna draugar
sem finna ekki leiðina heim.

Ferð þín er hafin og báturinn bíður
sál þín eins og skuggi líður.
Á hvítu líni þú liggur hrein
í nótt þú siglir frá landi ein
og leiðin liggur ekki heim.


Vinsældalistar
#32. sæti DV - Íslenski listinn (12.12.1997) 2. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?