| 
Innskráning

Lagaleit


Alla daga PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Allar áttir
Allar áttir 1996
Lag og texti: Bubbi Morthens

Alla daga, allar nætur þú
alla daga, allar nætur þú.

Vagga hjartans, heimur minn
mín hamingja er sú;
er mig skortir kraft og kjark
þú komst og gafst mér trú.
Alla daga allar nætur þú.

Megi óskir þínar allar rætast
og ást þín vaxa tær
megi orð þín aldrei særa neinn
og öllum þú verðir kær.
Alla daga allar nætur þú.

Verði þín ævi blessuð öll
og allt sem snertir þig,
megi ég verða þér verðugur
og aldrei misstíga mig.
Því alla daga allar nætur þú.

Megi óskir þínar allar rætast
og ást þín vaxa tær
megi orð þín aldrei særa neinn
og öllum þú verðir kær.
Því alla daga allar nætur
ég elska þig.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?