| 
Innskráning

Lagaleit


Horfin PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Mér líkar ţađ
Mér líkar ţađ 1999
Lag og texti: Bubbi Morthens

Þrestirnir syngja , sól á himni hátt.
Á snúru hangir þvottur í mildri sunnanátt.
Glugginn er opinn , birkið bærist hljótt.
Á degi eins og þessum hugsar enginn maður ljótt.
Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Kaffibolli á borðinu , opið Morgunblað.

Dagar gerast stuttir , grasið bregður lit.
Gárar vindur polla með ömurlegum þyt.
Situr hann við gluggann , gáir löngum út.
Strýkur ljósan kollinn á pabba labba kút.
Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Samt það lá í loftinu , eitthvað væri að.

Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Skotpakki á borðinu , blóðugt Morgunnblað.

Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Skotpakki á borðinu , blóðugt Morgunnblað.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Platan Mér líkar það, kom út í takmökruðu upplagið sem fylgiplata safnplötunnar Sögur 1980-1990 (1999) og er listuð innan hennar og því ekki sem sérstök útgáfa.

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?