| 
Innskráning

Lagaleit


Myndir frá hinni hlið lífsins PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Arfur
Arfur 1998
Lag og texti: Bubbi Morthens

Myndir frá hinni hlið lífsins
þar sem hamingjan er draumur.
Á malbikinu er máluð parís
og í myrkrinu er stöðugur straumur
barna sem glötuðu öllu frá sér
og geyma hatrið djúpt í brjósti sér.
Hér eru póstkassarnir kjaftfullir og bíða
með kaldlynd bréf og tveggja síðna kvíða.

Misnotuð börn kunna að bjarga sér.
Búa til snörur og gálga handa þér.
Þau dópa og drekka og fleygja sér
út í kolsvart tómið og læra að fljúga.

Myndir frá hinni hlið lífsins
þar sem hjörtun eru köld og kalin.
Á veggjum eru eftirmæli barna
um foreldra sem drukkin féllu í valinn.
Þar finnurðu miðin og netin frá barnó
þar sem sextán nátta fíklar fara í gúanó
í stigagangi bergmálar öskur milli hæða.
Bak við luktar dyr einhverjum er að blæða.

Myndir frá hinni hlið lífsins
myndir frá hinni hlið lífsins.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?