| 
Innskrßning

Lagaleit


Ůjˇfastefna PDF Prenta T÷lvupˇstur
Lag og texti: Bubbi Morthens

Í fjöllum skuggar vakna
sem varpa yfir dalinn
værð og blárri birtu
sem klæðir grænan salinn
 
Draumar þínir vaka
vindurinn er hlýr.
Veröldin á þessum stað
er heiðarleg og skýr.

Sumir kjósa í myrkri
að vinna sín verk.
Vitandi að birta
sannleikans er sterk.
 
Krá, krá, hrópar hrafninn
í Almannagjá.
Bergmálar í klettunum
Krumma feigðarspá
Krá, krá, hrópar hrafninn
í Almannagjá.

Bergmálar í klettunum
Krumma feigðarspá
Krummi er að kalla á þig
hlustaðu á.

Þjófur ég stefni þér
enga áttu þér vörn.
Fálkinn, smyrill og örn
hálendisfuglar, heiðanna börn
öll við stefnum þér.
 
Hríslan sem festi við fossinn rætur
hreinninn sem vakir um bjartar nætur
grjótið gráa, blómið smáa
allt sem lifir allt sem grær
ætti að færa þig landinu nær.

Maður við stefnum þér og þínum.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum 
Ýmsir - Vermdum hálendið (2005)
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?