| 
Innskráning

Lagaleit


Njóttu þess PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - 1000 kossa nótt
1000 kossa nótt 2003
Lag og texti: Bubbi Morthens

Hefur þú séð fætur sonar þíns nýlega
sástu marblettinn á vinstri fæti
um helgina sló sá hægri í gegn.
Hvílíkt mark hvílík fagnaðarlæti.
Litlir strákar hrópa af hjartans list.
Ég vona þín vegna þú hafir ekki af leiknum misst.

Hefur þú heyrt dúkku dóttur þinnar tala.
Dúkkan á börn og erfiðan pabba.
þarf að kaupa föt og fara í heimsókn
finna sig til og með kerru út að labba
og dúkkan notar þína fínu frasa.
Ég vona þín vegna þú hafir tíma til að masa

Í hverri viku eru börn að vinna sigur
Veröldin er ennþá bara ljúf og góð.
Og bros þeirra er gjöf guðs til þín.
Njóttu sólarinnar meðan sólin skín
því fyrr en varir verða húsin ykkar hljóð.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?