| 
Innskráning

Lagaleit


Frelsiđ í hćttu, einu sinni enn PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Nei nei nei - Tjáningafrelsi
Nei nei nei - Tjáningafrelsi 2004
Lag: Country Joe, texti: Bubbi Morthens

Sjáiði frelsisins frjálshyggjumenn
frelsið er í hættu einu sinni enn.
Mogginn ekki lengur nr 1.
Sjónvarp flokksins þykir þreytt
kolkrabbinn dauður eitthvað er að
Dabbi er lagður af stað.

Og það er 1, 2 3
endurheimtum gömul völd.
Því hann Davíð segir það.
Baugur á fréttablað.
Og það eru 4, 5, 6.
Baugur selur hamar og sög
frelsið er í hættu komiði nú
setjum á helvítið lög.

Ráðlausir ráðherrar jarma í kór
reiði foringjans er þung og stór.
Með lafandi tungu halda í stól
votir um augun fá sitt hól
sjálfstæð hugsun kemst ekki að
Dabbi hann sér um það.

Og það er 1, 2 3
endurheimtum gömul völd.
Hver og einn mun fá sitt hrós
bara ef við drepum Norðurljós
Og það eru 4, 5, 6
Baugur selur hamar og sög
frelsið er í hættu komiði nú
setjum á helvítið lög.

Hvar eru þeir ungu sem göluðu hæst
jakkafataframtíðin beið þeirra glæst.
Frjálshyggjusprotar komnir á þing
orðnir kommar, komnir í hring.
Sjá ekki,heyr ekki, vit ekki neitt
orð Davíðs öllu breytt.

Og það er 1, 2 3
endurheimtum gömul völd.
Við erum stjórnin,við notum það
því Baugur á fréttablað.
Og það eru 4,5,6
Allir munu fá sitt hrós
frelsið er í hættu komiði nú
bútum niður Norðurljós.

Já sjáði frelsisins frjálshyggjumenn
frelsið er í hættu einu sinni enn
mogginn ekki lengur nr 1.
Sjónvarp flokksins þykir þreytt
kolkrabbinn dauður eitthvað er að
Dabbi er lagður af stað

Og það er 1, 2 3
endurheimtum gömul völd
við erum stjórnin,við getum það
því Baugur á fréttablað.
Og það eru 4,5,6
allir munu fá sitt hrós
Frelsið er í hættu komiði nú
bútum niður Norðurljós.

Frelsið er í hættu komiði nú
bútum niður Norðurljós.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?