| 
Innskráning

Lagaleit


Dó dó og dumma PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Tvíburinn
Tvíburinn 2004
Lag og texti: Bubbi Morthens

Dó dó og dumma
drögum upp hann Gumma
kalt er karli myrkrinu í
kroppinn þekur þang og slý
dó dó og dumma
drögum upp hann Gumma

Aldan raular sönginn sinn
er siglir sómabáturinn
lygn og fagur fjörðurinn
saklaus var að sjá
ekki var hann Gummi að gá
ekki var hann Gummi til veðurs að gá.

Sigld’ann suður með landi
sást frá Gulasandi
kólgubakki blakkur fjandi
hræddur horfði á
nær hefði verið að gá
hefði Gummi bara til veðurs nennt að gá.

Aldan raular sönginn sinn
er sökk niður báturinn
æstur úfinn fjörðurinn
illur var að sjá
nær hefði verið að gá
aldrei nennti Gummi til veðurs að gá.

Dó dó og dumma
drögum upp hann Gumma
kalt er karli myrkrinu í
marflærnar fá veislu á ný
ef ekki drögum upp hann Gumma
dó dó og dumma.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?