| 
Innskráning

Lagaleit


Fær aldrei nóg PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Tvíburinn
Tvíburinn 2004
Lag og texti: Bubbi Morthens

Boðorð dagsins dautt það liggur
drauminn skepnan hungruð tyggur
fær aldrei nóg
fær aldrei nóg
skepnan fær aldrei nóg.

Gröfum landið gröfina oní
hálendi breytum í drulludý
fær aldrei nóg
fær aldrei nóg
skepnan fær aldrei nóg.

Kvótinn kæfir þorp og fjörð
skilur eftir sig sviðna jörð
fær aldrei nóg
fær aldrei nóg
skepnan fær aldrei nóg.

Börnin læra að ljúga og svíkja
græðgin grimm neitar að víkja
fær aldrei nóg
fær aldrei nóg
skepnan fær aldrei nóg.

Múrarnir hrynja heimilin með
fögnuður þess sem allt hefur séð
fær aldrei nóg
fær aldrei nóg
skepnan fær aldrei nóg.

Allir tala um óheft frelsi
orðið frelsi getur þýtt helsi
fær aldrei nóg
fær aldrei nóg
skepnan fær aldrei nóg.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?