| 
Innskráning

Lagaleit


Ég fór í felur PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Tvíburinn
Tvíburinn 2004
Lag og texti: Bubbi Morthens

Eldarnir loga í garðinum græna
við erum að bíða bara bíða
hann veit þeir koma í kvöld að sækj’ann
hann er fullur af angist og kvíða

Ég fór í felur
ég fór í felur.

Fótatak nálgast fremstur fer bróðirinn
að sjá svo fölur, fölur að sjá
græðarann kyssti létt á kinn
ég hörfaði burtu burtu þeim frá.

Ég fór í felur
ég fór í felur.

Í bönd þeir færð’ann fóru svo burt
dimm var nóttin, nóttin var svo dimm
sverð lá í grasi með blóðuga egg
dimm voru augun, augun svo grimm

Pétur sem stytta starði oní svörð
ég leit undan fullur af skömm
þá nótt við flúðum allir á braut
lykt af hugleysi fyrir vitum svo römm.

Ég fór í felur
ég fór í felur.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?